Vatnabusl í Hvaleyrarvatni

Ingibjörg Hrönn er mikill orkubolti. Hún syndir, hleypur, hjólar, gengur og jafnvel hleypur á fjöll.

Vatnabusl í Hvaleyrarvatni

Ingibjörg Hrönn er mikill nagli. Hún m.a. syndir, hleypur, hjólar, gengur og jafnvel hleypur á fjöll. Svo er hún einstaklega hress, skemmtileg og alltaf til í einhver ævintýri. Við skelltum okkur í smá busl í Hvaleyrarvatni og tókum myndir í leiðinni.

Það var allt frekar blautt og kalt eftir þessa myndatöku, ég stóð út í miðju vatninu með myndavélagræjurnar og stúdíóljós. Sem betur fer datt ekkert í vatnið af græjunum en þó fengu þær aðeins að kenna á busluganginum í Ingibjörgu! En þetta var þrusustuð og hér koma nokkrar myndir frá okkur:

Ef þig langar í myndir af þér við að stunda þitt áhugamál eða bara hvað sem er, ekki hika við að hafa samband og líka alltaf hægt að panta myndatöku!

Aðrar greinar

Ný vefsíða í vinnslu

Hér mun bætast við allskonar efni sem ég hef verið að brasa og það sem ég er að fást við þá stundina.

Sverðbrúin á Snæfellsnesi

Brúin yfir Kolgrafarfjörð er oft kölluð „Sverðbrúin“. Eftir að hafa séð hana úr lofti þá er merkilega mikið til í þessu 🙂

error: Content is protected !!