Gallery
Brúðkaup
Það er mikill heiður að verða valinn af brúðhjónum til að fylgja þeim eftir á stóra deginum og fangað myndir sem eiga eftir að fylgja þeim út ævina. Það er mikið í húfi þennan dag og yfirleitt mikið skipulag sem þarf að fylgja, þetta eykur auðvitað álag á brúðhjónin. Ég legg gífurlega mikið upp úr því að hafa daginn eins afslappaðan og hægt er varðandi myndatökuna. Við setjumst niður með góðum fyrirvara fyrir stóra daginn og förum yfir planið, myndatökustaði, athöfnina og fleira. Þannig þegar kemur að stóra deginum þá er allt klárt og allir geta notið dagsins eins vel og hægt er 🙂