Fyrir nokkru síðan var vefhýsingin mín hökkuð í spað þar sem ég hýsti meira en 5 vefi. Það eitt og sér er nógu slæmt, en til að bæta gráu ofan á svart þá voru engin afrit til – það hafði klikkað. Þetta var erfið en djúpstæð og mikilvægileg lexía. Ég mæli með því að treysta ekki öðrum, alveg sama hver það er, til að taka backup af þínum vefsíðum – taktu reglulega backup og geymdu á góðum stað.
Allavegana þá er ég að reyna að komast aftur á lappir með þetta, reynslunni ríkari og mun bæta inn á þennan vef smátt og smátt 🙂