Fossar eitt það náttúrufyrirbæri sem heillar mig mest. Krafturinn, hljóðið, úðinn. Foss getur verið svo fallegur en um leið ófyrirgefanlegur – fossinn fær sínu fram og ekkert fær hann stöðvað. Við erum svo heppin hér á Íslandi að hafa ógrynni af fossum til að dást að, hver öðrum fallegri!