Hver er Bent Marinósson ?
Ég hef ekki barist við ljón í Botswana, synt Ermasundið, klifið hæstu fjöll jarðar, hef hvorki komið á norður- né suðurpólinn, hef ekki búið í útlöndum, get ekki staðið á höndum, kann ekki á mótorhjól, hef aldrei reykt né drukkið…
En ég tel mig ágætan í sumu af því sem ég tek mig fyrir hendur. Ég er einn af þeim sem á enn eftir að finna út hvað hann vill verða þegar hann verður „stór“.
Sumt af því sem ég tek mér fyrir hendur og geri talsvert af:
Ljósmyndun
Ég hef tekið myndir frá því ég man eftir mér og það var mikil hefð í fjölskyldunni að taka myndir, bæði á ferðalögum í veislum. Hér á vefsíðunni má finna allskonar myndir sem ég hef tekið við margvísleg tilefni.
Tónlist
Það má alveg segja það að tónlist hafi verið „fyrsta ástin“ í lífi mínu. Ég byrjaði að spila að alvöru á gítar 12 ára gamall og hef verið nátengdur tónlist síðan.
Gítarkennsla
Ég byrjaði fyrst að kenna á gítar um 19 ára gamall þegar Björn Thoroddsen frændi minn “Sjanghæjaði” mig í að kenna í gítarskóla sem hann rak ásamt fleirum. Gítarkennslan hefur aldrei verið langt undan hjá mér. Ég fékk þá hugmynd snemma, eða um 2004, að vera með gítarkennslu á netinu en það fór ekkert í loftið fyrr en um 2012. Margar útgáfur hafa verið gerðar af þessu en svo loks í COVID 2020 þá kýldi ég á þetta af fullu afli og gerði nýja vefsíðu í kringum þetta og bjó til nokkur gítarnámskeið sem hægt er að nálgast á vefsíðunni gitarskolinn.is
…. to be continued 🙂